Í gær, 22. mars 2012, var haldinn framhaldsstofnfundur Listvinafélags Stykkishólmskirkju. Fundurinn hófst með orgelleik László Petö sem lék fúgu eftir Bach á nýja Klaisorgel kirkjunnar. Anna Melsteð sem haldið hefur utan um undirbúning að stofnun félagsins tók svo til máls og stýrði dagskrá fundarins. Lög félagsins voru samþykkt sem og árgjald í það. Anna var kosin í stjórn f.h. Stjórnar Kórs Stykkishólmskirkju, Sóknarnefnd mun skipa einn fulltrúa úr sínum röðum og Ólafur K. Ólafsson var kosinn sem fulltrúi félaga í Listvinafélaginu í stjórn. Anna kynnti lauslega hugmyndir að starfsáætlun þetta ár og hver staða þeirra væri. Ljóst er að af mörgu verður að taka í þeim efnum. Fundinum lauk með orgelleik László þegar hann lék fúgu eftir Vidor á Klaisorgelið.
Fljótlega býðst fólki að skrá sig í félagið hér á heimasíðunni.
Framhaldsstofnfundur Listvinafélags Stykkishólmskirkju
23 Friday Mar 2012
Posted Fréttir
in≈ Comments Off on Framhaldsstofnfundur Listvinafélags Stykkishólmskirkju