Árlegir sumartónleikar Stykkishólmskirkju verður hleypt af stokkunum í lok júní og standa fram í september. Í sumartónleikaröðinni verður bryddað upp á nýjunginni ORGELSTYKKI en það er tveggja vikna tímabil þar sem leikið er á hið nýja Klaisorgel nánast annan hvern dag af organistum víða að á Íslandi. Hægt verður að fylgjast með dagskrá sumartónleikanna hér á vef kirkjunnar.

Kirkjan er opin virka daga kl. 10-17 og eftir samkomulagi (Hulda, sími 692 4936 / Gunnar sími 865 9945)

Gamla kirkjan er ekki opin, en hægt er að hafa samband við Norska Húsið (sími 433-8114) til að fá að skoða hana.