orgelstykkiÞað er óhætt að fullyrða að fjölbreytnin verður í fyrirrúmi í tónleikaröð Listvinafélags Stykkishólmskirkju sem ber heitið Orgelstykki og hefst á Jónsmessunni n.k mánudag. Alls verða tónleikarnir 5 á tveimur vikum og hefjast kl. 20 virka daga en kl. 16 þegar þeir eru á laugardögum. Efnisskráin spannar tónsmíðar frá síðustu 400 árum eða svo og á meðan höfunda eru Bach, Pachelbel, Sigvaldi Kaldalóns, Procol Harum, Britten, Jón Leifs og Böellmann. Á fyrstu tónleikunum leikur Friðrik Vignir Stefánsson organisti í Neskirkju í Reykjavík á Klaisorgelið í Stykkishólmskirkju. Strax á fimmtudeginum kemur Skagamaðurinn Sveinn Arnar Stefánsson organisti á Akranesi og leikur í bland yngri tónlist en gengur og gerist á orgelin. Laugardaginn 29. júní kl. 16 koma þau Örn Magnússon organisti í Breiðholtskirkju og Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona og flytja efnisskrá fyrir orgel og söng og líta í íslensku handritin eftir tónlist til flutnings. Þriðjudaginn 2. júlí kemur Douglas Brotchie sem um árabil var organisti Háteigskirkju í Reykjavík og endahnútinn rekur Lára Bryndís Eggertsdóttir organleikari búsett í Danmörku. Tónleikarnir eru um einnar klst. langir og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir er eingöngu 1200 kr. Tekið er við greiðslukortum á tónleikastað.

Icelandic organists play the Klais organ in Church of Stykkishólmur.  Monday June 24th at 20:00, Thursday June 27th at 20:00, Saturday June 29th at 16:00 Tuesday July 2nd at 20:00 and Saturday 6th of July at 16:00  Ticket at the entrance only IKR 1200