Bach hljómar á Klaisorgelið á morgun þegar Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur úr Clavierübung III kl. 16 í Stykkishólmskirkju. Allir velkomnir. Aðgangseyrir aðeins 1200 kr. Posi við innganginn.
Á tímum J.S. Bach var ekki óalgengt að tónskáld settu saman söfn tónverka sem þeir nefndu „hljómborðsæfingar“. Eftir Bach liggja fjögur slík söfn. Fyrsta (sex partítur BWV 825-830), annað (ítalski konsertinn BWV 971 og franskur forleikur BWV 831) og fjórða (Goldberg tilbrigðin BWV 988) voru ætluð fyrir hljómborð í víðasta barokk-skilningi þess hugtaks, þ.e. clavichord, sembal, orgel eða hvað sem fyrir varð. Þriðja safnið, útgefið 1739, var hins vegar sérstaklega ætlað fyrir orgel. Það samanstendur af prelúdíu, 21 sálmforleik, fjórum dúettum og fúgu, og gengur einnig undir nafninu „Þýsk orgelmessa“. Tveir sálmforleikir eru um hvern sálm, einn fyrir stórt orgel og annar einfaldari („alio modo“) fyrir minna orgel. Um dýrðarsönginn Allein Gott in der Höhe sei Ehr eru þó þrír sálmforleikir, til dýrðar heilagri þrenningu. Verkið í heild tekur hátt í tvo tíma í flutningi, en á tónleikunum í dag hljóma prelúdían og fúgan ásamt fimm sálmforleikjum.
Clavierübung III / German Organ Mass
The title „Clavierübung“ was a common title for a collection of keyboard music during the baroque period. J.S. Bach published four such collections, of which only the third (published in 1739) is specified as being intended for the organ. It consists of a grand opening prelude in E flat major, 21 chorale preludes on the Lutheran mass and catechism hymns, 4 duets for the manuals, and a triple fugue in E flat major.