Björn Thoroddsen gítarleikari hefur sl. 30 ár verið einn af atkvæðamestu jazztónlistarmönnum Íslands og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar á ferli sínum. Hann var m.a. fyrstur íslenskra gítarleikara að hlotnast sá heiður að vera útnefndur „
Jazztónlistarmaður ársins“ árið 2003 og var valinn „Bæjarlistamaður Garðabæjar“ árið 2002. Björn sæmdur gullmerki FÍH fyrir framlag sitt til jazztónlistar. Björn hefur ásamt því að vera í forsvari fyrir Guitar Islancio leikið með fjölda þekktra erlendra tónlistarmanna.
Á síðustu misserum hefur Björn verið að koma sér inn í alþjóðlegu gítarhringiðuna með því að leika með listamönnum á borð við Philip Catherine, Tommy Emmanuel, Leni Stern, Kazumi Watanabe ásamt því að stjórna sinni eigin gítarhátíð á Íslandi semog gítarhátíðum í Kanada og Noregi.
Björn verður með óvenjulegra tónleika í Stykkishólmskirkju, fimmtudagskvöldið 11. júlí. Á tónleikunum sýnir Björn á sér nýjar hliðar en hann kemur fram aleinn og óstuddur án aðstoðarmanna og spilar flest annað en djass. Tónleikarnir hefjast kl.20.
Á tónleikunum heyrist rokk, country, blús, popp og jafnvel þungarokk, enda ræður Bjössi við alla tónlistarstíla. Tónleikagestir munu heyra lög úr smiðju Deep Purple, AC/DC, Police, Who, Bítlana og fleiri.
Myndbönd af Birni: