KÓR STYKKISHÓLMSKIRKJU
Vetrarstarfið er hafið
Kór Stykkishólmskirkju leitar eftir hressu fólki til að bætast í hópinn!
Móttaka nýrra félaga verður þriðjudaginn 24. september kl. 18.30 þar sem kórstjóri og ritari fjalla um og kynna kórstarfið.
Við hvetjum alla söngfugla til að mæta
og láta ljós sitt skína.
Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Kór Stykkis-hólmskirkju. Í haust munum við meðal annars flytja okkar eigin dagskrá og taka þátt samsöngsverkefnum á kóramóti Landssambands blandaðra kóra í Hörpunni. Tónleikar eru framundan í vetrarstarfinu með blöndu af verkum íslenskum sem erlendum og á næsta ári er áætlað að halda út fyrir landsteinana í tónleikaferðalag.
Á meðan við kveðjum sumarið með trega hlökkum við til þess að takast á við ögrandi verkefni vetrarins.