Orgeltónar í þessari viku

Jón Bjarnason dómorganisti í Skálholti leikur á Klaisorgelið í kvöld, 10. júlí kl. 20

Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgelið á fimmtudag kl. 20 með honum í för eru Björg Þórhallsdóttir sópran og Elísabet Waage hörpuleikari.

Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1000
Listvinir frá frítt á tónleikana í kvöld, 10. júlí

Orgelstykki eftir Mendelsohn, Barber og Bach

Helga Þórdís Guðmundsdóttir flytur orgelstykki eftir Mendelsohn, Barber og Bach á stuttum orgeltónleikum í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 1. júlí kl. 17

Felix Mendelsson                     Sonata Op. 64 nr 4 í B-dúr

                                              – II. Kafli: Andante religioso

Samuel Barber                         Wondrous love  op.34  

                                               Variatios on a shape note hymn

Johann Sebastian Bach             Prelúdía og fúga í Es-dúr BWV552

Image

Helga Þórdís ólst upp á Raufarhöfn og hóf þar tónlistarnám sitt.  Hún útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1993 með píanókennarapróf  og burtfararpróf í píanóleik  með Halldór Haraldsson sem kennara og stundaði síðar postgraduadenám (Master)í pínóleik við Escuela Luthier  d´arts Musicales í Barcelona veturinn 2004-2005.                                                                                                    Helga stundaði orgelnám hjá Herði Áskelssyni veturinn 1993-1994.  Í byrjun árs 2007 hóf hún svo aftur nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og lauk þaðanKirkju organistaprófi vorið 2008 og framhaldsprófi í orgelleik vorið 2009 með Guðmund Sigurðsson sem kennara . Hún lauk síðan Kantorsprófi 2010 og einleiksáfanga og burtfararprófi vorið 2011 með Björn Steinar Sólbergsson sem kennara.  Síðast liðinn  vetur hefur Helga sótt einkatíma í orgelleik hjá Herði Áskelssyni.   Helga lauk líka 7. Stigsprófi í einsöng árið 2000 og sótti síðar einkatíma  hjá Isabel Aragón í Barcelona veturinn 2004-2005 og hjá Jóni Þorsteinssyni og Laufey Helgu Geirsdóttur frá 2007-2010.                                                                                                                                                Helga kenndi á píanó við Tónskóla Eddu Borg frá 1990-1998 og  við Tónskóla Grundarfjarðar 1998-2000.  Hún var skólastjóri Tónlistarskóla Tálknafjarðar 2000-2004 og píanókennari við Tónlistarskóla Árbæjar frá 2005-2010. Hún gaf út námsefnið Tónleikur (verkefnahefti fyrir byrjendur í tónlistarnámi) haustið 2009.                                                                                                                                                    Helga hefur stjórnað fjölmörgum kórum víðsvegar um land og vinnur nú að uppbyggingu tónlistarlífs  við Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði, þar sem hún hefur starfað sem organisti kirkjunnar frá árinu 2007.

Aðgangseyrir á tónleikana kr. 1000 Félagar í Listvinafélagi Stykkishólmskirkju fá frítt á þessa tónleika.  Gerast félagi í Listvinafélagi Stykkishólmskirkju

Fyrstu tónleikar sumarsins

Image

Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju og Inga Rós Ingólfsdóttir, sellóleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands leika á fyrstu tónleikum Sumartónleikum Stykkishólmskirkju 2012. Hörður á 30 ára starfsafmæli við Hallgrímskirkju í ár og eru Listvinafélag H

allgrímskirkju, Kirkjulistahátið, Alþjóðlegt orgelsumar, Klais orgelið, Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum afrakstur listrænnar stjórnunar hans frá árinu 1982, þegar hann var ráðinn sem organisti og kórstjóri Hallgrímskirkju. Þau hjónin hafa verið mikilvirk í íslensku tónlistarlífi og komið fram á tónleikum og tónlistarhátíðum viða um heim og hefur Hörður haldið orgeltónleika í mörgum helstu kirkjum Evrópu, m.a. í tvígang í Kölnardómkirkju fyrir 3000 áheyrendur. Þau hafa leikið saman á fjölmörgum tónleikum hér heima og erlendis, nú síðast í Bandaríkjunum í maí 2012. Þau munu leika vel þekktar perlur eftir Saint-Saëns og Rachmaninoff auk verka eftir Höller, Jón Leifs, Jón Hlöðver Áskelsson og Kjell Mörk Karlsen.

Tónlei

karnir hefjast kl. 20 Aðgangseyrir 1000 kr.

The opening concert of summer concerts in Stykkishólmskirkja 2012 is in the hands of Hörður Áskelsson, Music Director of Hallgrímskirkja, and his wife Inga Rós Ingólfsdóttir, cellist at the Iceland Symphony Orchestra and manager of Hallgrímskirkja Friends of the Arts Society. Their program consists of beloved songs by Saint-Saëns (Priére, Swan) and Rachmaninoff (Vocalise) combined with exciting works by Jón Leifs, Jón Hlöðver Áskelsson and Kjell Mörk Karlsen.

Concert starts at 20:00  Admission 1.000 Ikr.

Sumarið 2012 í Stykkishólmskirkju

Árlegir sumartónleikar Stykkishólmskirkju verður hleypt af stokkunum í lok júní og standa fram í september. Í sumartónleikaröðinni verður bryddað upp á nýjunginni ORGELSTYKKI en það er tveggja vikna tímabil þar sem leikið er á hið nýja Klaisorgel nánast annan hvern dag af organistum víða að á Íslandi. Hægt verður að fylgjast með dagskrá sumartónleikanna hér á vef kirkjunnar.

Kirkjan er opin virka daga kl. 10-17 og eftir samkomulagi (Hulda, sími 692 4936 / Gunnar sími 865 9945)

Gamla kirkjan er ekki opin, en hægt er að hafa samband við Norska Húsið (sími 433-8114) til að fá að skoða hana.

Framhaldsstofnfundur Listvinafélags Stykkishólmskirkju

Í gær, 22. mars 2012, var haldinn framhaldsstofnfundur Listvinafélags Stykkishólmskirkju.  Fundurinn hófst með orgelleik László Petö sem lék fúgu eftir Bach á nýja Klaisorgel kirkjunnar.  Anna Melsteð sem haldið hefur utan um undirbúning að stofnun félagsins tók svo til máls og stýrði dagskrá fundarins.  Lög félagsins voru samþykkt sem og árgjald í það.  Anna var kosin í stjórn f.h. Stjórnar Kórs Stykkishólmskirkju, Sóknarnefnd mun skipa einn fulltrúa úr sínum röðum og Ólafur K. Ólafsson var kosinn sem fulltrúi félaga í Listvinafélaginu í stjórn.  Anna kynnti lauslega hugmyndir að starfsáætlun þetta ár og hver staða þeirra væri.  Ljóst er að af mörgu verður að taka í þeim efnum.  Fundinum lauk með orgelleik László þegar hann lék fúgu eftir Vidor á Klaisorgelið.
Fljótlega býðst fólki að skrá sig í félagið hér á heimasíðunni.

Nýtt orgel vígt í Stykkishólmskirkju

Sunnudaginn 22. janúar 2012 var nýtt orgel vígt í Stykkishólmskirkju.  Orgelið er smíðað af Klais orgelsmiðjunni í Bonn.  Biskup Íslands Hr. Karl Sigurbjörnsson og vígslubiskupinn á Hólum Hr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson voru viðstaddir vígsluna og predikaði biskup í messunni.  Philipp Klais og Stefan Hilgendorf frá Klais orgelsmiðjunni í Þýskalandi voru einnig viðstaddir víglsuna.

Frumflutt var ný útsetning á verki eftir Hólmarann Hreiðar Inga Þorsteinsson tónskáld „Jómfrú Mariae dans“ fyrir sópran, barítón, barnakór, blandaðan kór og orgel undir stjórn tónskáldsins. Kórstjóri og organisti Stykkishólmskirkju er László Petö.

Að lokinni messu bauð bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar til kaffiveitinga og að þeim loknum hófust orgeltónleikar.

Á orgeltónleikunum léku þrír organistar orgelverk, en þeir hafa allir með einum eða öðrum hætti komið að því að móta og velja hljóðfærið.

László Petö organisti Stykkishólmskirkju flutti: – J.S. Bach: Toccata og fúga í d-moll
– J.S. Bach: Tríósónata í d-moll (1. kafli)
– CH.M. Widor: Toccata

Tómas Guðni Eggertsson sem starfaði sem organisti í Stykkishólmskirkju þegar ákvörðum um orgelkaup var tekin, flutti:
– Felix Mendelssohn: Sónata opus 65 nr. 6 í d-moll

Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju sem sat í orgelnefnd Þjóðkirkjunnar þegar undirbúningur hófst, flutti:
– Guilan: Svíta nr. 2
– Boëllmann: Priére a Notre Dame

– Jón Nordal: Toccata

Hörður Áskelsson fjallaði um orgelið á tónleikunum. Tilkynnt var um stofnun Listvinafélags Stykkishólmskirkju á orgeltónleikunum.

Nýja orgelið í Stykkishólmskirkju er annað orgelið á Íslandi frá orgelsmiðju Klais í Bonn. Upphaf söfnunar fyrir orgeli má rekja til ársins árið 2006 þegar haldnir voru minningartónleikar um Sigrúnu Jónsdóttur fyrrum organista og kórstjóra við Stykkishólmskirkju þar sem landsþekktir listamenn komu fram auk heimamanna. Gefinn var út geisladiskur með efni tónleikanna. Endanleg ákvörðun um orgelkaup var tekin árið 2007 og gengið til samninga við Klais vorið 2008.

Hrunið kom illa við orgelsjóðinn þar sem gengi Evrunnar snarbreyttist til hins verra fyrir söfnunina. Það fór þó svo að ákveðið var að taka höndum saman við að ljúka verkefninu og í upphafi árs 2011 hófst lokaáfangi söfnunarinnar og nú í janúar 2012 hefur takmarkið náðst. Orgelið er tákn samhugar í verki og samstöðu bæjarbúa, fyrirtækja, hins opinbera og velunnara Stykkishólmskirkju sem þjónar ekki síður sem menningarhús í Stykkishólmi, enda þekkt tónlistarhús til margra ára. Nýja orgelið er 22 radda og um 1220 pípur eru í því.  Stefnt er enn fjölbreyttara tónlistar- og menningarstarfi í tengslum við nýja orgelið og stofnun listvinafélagsins.